Ljóskastarar brotnir í Reykjaneshöll
Þrír ljóskastarar sem lýsa upp Reykjaneshöll hafa verið eyðilagðir í þessum mánuði, en verðmæti hvers þeirra er um 100 þúsund krónur. Einn ljóskastari var brotinn milli jóla og nýárs og er því ljóst að samanlagt tjón vegna skemmdarverkana er um 400 þúsund krónur. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið.