Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ljósin tendruð á Vinabæjarjólatrénu í Reykjanesbæ
Laugardagur 4. desember 2004 kl. 19:23

Ljósin tendruð á Vinabæjarjólatrénu í Reykjanesbæ

Fjölmenni var í skrúðgarðinum i Keflavík í kvöld þegar ljósin voru tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi. Jónas Bergsteinsson, nemandi í 6. bekk Njarðvíkurskóla kveikti ljósin á trénu eftir að Guttorm Vik, sendiherra Noregs hafði afhent Reykjanesbæ tréð að gjöf.

Þrátt fyrir að veður hafi ekki beint verið eins og helst væri á kosið sveif jólaandinn yfir vötnum þar sem Hurðaskellir og nokkrir bræður hans mættu á staðinn og sungu með börnunum og dönsuðu í kringum jólatréð. Þá má ekki gleyma Tóta Tannálfi og Blásarasveit Tónlistaskóla Reykjanesbæjar sem skemmtu viðstöddum með söng og hljóðfæraleik og Foreldrafélagi Tónlistaskólans sem sá til þess að engum væri kalt með því að bjóða upp á heitt kakó og kaffi.
VF-myndir/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024