Ljósastaur sprakk í eldingunni
Ljósastaur við Reykjanesbraut, ofan byggðarinnar í Grænási, sprakk í eldingunni í kvöld. Kúpullinn á staurnum fór í frumeindir en sjónarvottar voru að sprengingunni.Sjónarvottur sem fór á vettvang tíndi saman brotin úr ljóskúplinum en starfsmenn rafmagnsdeildar Hitaveitu Suðurnesja tóku brotin í sína vörslu. Rafmagnstruflanir urðu í Njarðvík við eldinguna og enn eru ljósastaurar ljóslausir þegar þetta er skrifað rúmlega tólf á miðnætti.