Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. mars 2002 kl. 15:32

Ljósanóttin verður 7. september

Ákveðið hefur verið að Ljósanótt 2002 fari fram laugardaginn 7. september í ljósi fyrri ákvörðunar um að hún yrði haldin fyrsta laugardag í september ár hvert. Markaðs- og atvinnuráð mælir með í ljósi fyrri reynslu, að undirbúningsnefnd Ljósanætur haldist óbreytt frá 2001. Undirbúningsnefnd Ljósnætur 2001 var skipuð; Steinþór Jónsson formaður, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi, Johan D. Jónsson ferðamálafulltrúi, Stefán Bjarkason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Jónsdóttir.

Markaðs- og atvinnuráð samþykkir að skipa Steinþór Jónsson í undirbúningsnefnd Ljósanætur 2002 og leggur til að eftirfarandi embættismenn verði skipaðir í undirbúningsnefndina: Johan D. Jónsson ferðamálafulltrúi, Stefán Bjarkason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi. Jafnframt óskar Markaðs- og atvinnuráð eftir því að Menningar- og safnaráð tilnefni einn fulltrúa úr sínum röðum til setu í undirbúningsnefndinni og felur framkvæmdastjóra að koma því á framfæri.
Markaðs- og atvinnuráð leggur áherslu á að stærri viðburðir Ljósanætur verði ákveðnir á næstu vikum og að hafin verði vinna að undirbúningi sem fyrst. Ráðið felur framkvæmdastjóra að fylgja eftir áður fram kominni hugmynd og kanna formlega grundvöllinn fyrir því að fá kínverska fjöllistamenn á Ljósanótt 2002.

Nú þegar farið að velta upp stærri atriðum og mikilvægt að þau atriði sem þurfa meiri undirbúning séu skoðuð hið fyrsta. Bráðlega mun nefndin auglýsa eftir hugmyndum frá bæjarbúum til að auka fjölbreytni og nýjungar á næstu ljósanótt. Nú er um að gera að merkja við 7. september á dagatalinu, því þetta er dagur sem enginn vill missa af.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024