Ljósanótt verður útvarpað um land allt
Árleg menningarhátíð Reykjanesbæjar „Ljósanótt“ verður haldin 1. sep. nk. en henni verður útvarpað á FM 95,7 og auglýst á heimasíðum Reykjanesbæjar og Víkurfrétta og í bæjarblöðum. Undirbúningsnefnd Ljósanætur hefur staðið í ströngu undanfarna daga en að sögn Steinþórs Jónssonar, formanns undirbúningsnefndar hátíðarinnar, gengur undirbúningur mjög vel.
Dagskráin er að verða fastmótuð en hún verður auglýst nánar í Víkurfréttum, á fréttavef VF en slóðin er www.vf.is og á vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is og henni verður einnig dreift í allar verslanir. Dagskrárliðirnir ættu því ekki að fara fram hjá nokkrum manni. Útvarpsstöðin FM 95,7 mun verða með útsendingu frá Reykjanesbæ allan daginn og vera með bækistöð á Kaffi Iðnó við Vatnsnesveg.
Að sögn Steinþórs fer dagskráratriðum ört fjölgandi en mikill samhugur ríkir á meðal bæjarbúa um að gera Ljósanótt 2001 sem glæsilegasta.
Dagskráin er að verða fastmótuð en hún verður auglýst nánar í Víkurfréttum, á fréttavef VF en slóðin er www.vf.is og á vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is og henni verður einnig dreift í allar verslanir. Dagskrárliðirnir ættu því ekki að fara fram hjá nokkrum manni. Útvarpsstöðin FM 95,7 mun verða með útsendingu frá Reykjanesbæ allan daginn og vera með bækistöð á Kaffi Iðnó við Vatnsnesveg.
Að sögn Steinþórs fer dagskráratriðum ört fjölgandi en mikill samhugur ríkir á meðal bæjarbúa um að gera Ljósanótt 2001 sem glæsilegasta.