Ljósanótt: Undirritun samstarfs- og styrktarsamninga
Reykjanesbær skrifaði þann 11. ágúst sl. undir samstarfs- og styrktarsamninga vegna Ljósanætur 2008 við Sparisjóðinn í Keflavík, aðalstyrktaraðila Ljósanætur frá upphafi, Geysir Green Energy og Norðurál.
Samstarf þessara aðila er gríðarlega mikilvægt fyrir hátíðina sem haldin verður dagana 4. - 7. september n.k. og festir hana enn frekar í sessi sem fjölskyldu- og menningarhátíð af bestu gerð.
Aðstandendur Ljósanætur þökkuðu við tækifærið þessum fyrirtækjum fyrir stuðninginn og samstarfið framundan.
Undirskrift samninganna fór fram á "náttborði" Skessunnar í fjallinu sem flytja mun með pompi og prakt til Reykjanesbæjar á Ljósanótt. Einnig var skrifað undir samstarfssamning við fjöllistahópinn Norðanbál vegna hönnunar skessuhellsins og listrænnar útsetningar verkefnisins.
Mynd: Frá undirrituninni á náttborði Skessunnar í fjallinu.