Ljósanótt sett í morgun
Ljósnótt 2007 var sett nú fyrir hádegið með viðhöfn sem fram fór við Myllubakkaskóla. Þangað þyrptust grunnskólanemar og leikskólabörn Reykjanesbæjar og slepptu á þriðja þúsund blöðrum svo úr varð mikið litahaf. Blöðrunum er einmitt ætlað að tákna jöfnuð og umburðarlyndi í fjölmenningarsamfélaginu.
Áður en að blöðrusleppingum kom var hið klassíska Ljósanæturlag sungið af viðstöddum undir stjórn Nylon, Steinþórs Jónssonar, formanns Ljósanæturnefndar, og Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, sem mætti með gítarinn í tilefni dagsins og spilaði undir. Ljósanæturhelgin er þar með hafin í áttunda sinn.
Mynd: Frá setningu Ljósanætur í morgun. VF-mynd: elg
Áður en að blöðrusleppingum kom var hið klassíska Ljósanæturlag sungið af viðstöddum undir stjórn Nylon, Steinþórs Jónssonar, formanns Ljósanæturnefndar, og Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, sem mætti með gítarinn í tilefni dagsins og spilaði undir. Ljósanæturhelgin er þar með hafin í áttunda sinn.
Mynd: Frá setningu Ljósanætur í morgun. VF-mynd: elg