Ljósanótt sett formlega
Ljósanótt 2002 var formlega sett klukkan 3 í dag og flutti Steinþór Jónsson, formaður undirbúningsnefndar Ljósanætur ávarp og setti hátíðina formlega. Setninging fór fram í Svarta pakkhúsinu, en þar er félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ með sýningu um Ljósanæturdagana. Hjördís Árnadóttir formaður félagsins sagði við þetta tilefni að það væri mikill heiður fyrir félagið að fá að hýsa setningarathöfnina og vildi hún koma á framfæri þakklæti til Ljósanæturnefndarinnar og bæjarstjórnar.