Ljósanótt í fullum gangi
Ljósanóttin er nú í fullum gangi og hefur mikill mannfjöldi verið á ferðinni í Reykjanesbæ í dag og í kvöld. Fjölmargar sýningar og uppákomur hafa verið á dagskránni í dag og í kvöld og hafa þær allar gengið mjög vel og að sögn lögreglunnar í Keflavík hefur verið rólegt að gera hjá þeim. Fjölmargir aðilar sem Víkurfréttir hafa rætt við í dag segja að þeir fari á stúfana til að skoða sýningar í dag og kvöld svo þeir komist yfir afganginn á morgun, því svo margt er í boði. Hér má sjá dagskrá Ljósanætur.