Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósanótt: Frumflutningur keflvískra tónverka í dag
Sunnudagur 5. september 2004 kl. 11:17

Ljósanótt: Frumflutningur keflvískra tónverka í dag

Dagskrá Ljósanætur heldur áfram í dag og eru flestar myndlistasýningar opnar frá klukkan 13 til 18. Brunavarnir Suðurnesja verða með opið hús frá klukkan 12 til 15 og Eygló jógakennari verður með opið hús að Iðavöllum 9a frá 14 til 16.
Klukkan 14 verða tónleikar í listasal DUUS-húsa þar sem frumflutt verða verk keflvískra tónsmiða sem samin voru sérstaklega fyrir Ljósanótt 2004. Verkin sem frumflutt verða eru eftir Áka Ásgeirsson, Eirík Árna Sigtryggsson, Inga Garðar Erlendsson og Sigurð Sævarsson.
Samkirkjuleg gleðistund verður í Kirkjulundi klukkan 15:30 en þar verður sannkölluð kaffihúsastemmning.
Í kvöld klukkan átta halda Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Margrét Einarsdóttir sópran söngkonur tónleika með fjölbreyttri efnisskrá. Lára Rafnsdóttir leikur undir á píanó.

Myndin: Mikill fjöldi fólks var á Hafnargötunni í gær í tengslum við Ljósanótt. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024