Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósanótt fór vel fram
Sunnudagur 5. september 2010 kl. 15:29

Ljósanótt fór vel fram

Dagskrá Ljósanætur fór vel fram og tugþúsundir bæjarbúa og gesta skemmtu sér vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi hamast á hátíðarsvæðinu með roki og rigningu. Dagskrá hátíðarinnar stóðst öll þrátt fyrir veður, sem fólk lét hafa lítil áhrif á sig. Eitthvað færri voru á hátíðinni í ár en undanfarin ár og er örugglega veðrinu um að kenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hvert einasta rými við Hafnargötuna og í nágrenni hátíðarsvæðisins er notað fyrir listsýningar og menningarviðburði ýmiskonar. Í sölutjöldum er verið að selja handverk og á hátíðarsviði sem stóð við Ægisgötuna voru útitónleikar bæði í gærkvöldi og á föstudagskvöld. Þá var boðið upp á kjötsúpu sem þúsundir nýttu sér.


Viðbragðsaðilar voru almennt ánægðir með hvernig til tókst en fjölmennt lið bæði lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveitarfólks var við gæslu á hátíðinni.


Ljósanótt lýkur í dag með hátíðartónleikum í Stapa sem hefjast kl. 16:00.