Ljósanótt: fólk gistir á gamla malarvellinum
Það fjölgar ört í Reykjanesbæ eins og glögglega má sjá á gamla malarvellinum í Keflavík en þar hefur fjölda húsbíla verið lagt. Bílarnir voru flestir komnir í gærkvöldi og má búast við að enn fjölgi þegar líður á daginn.
Dagskrá Ljósanætur nær hápunkti í dag en mikill fjöldi viðburða er á dagskránni um allan bæ. Boðið er upp á tónlist, myndlist, ljóðlist, ritlist og fjölmargar menningarlegar uppákomur.
Myndin: Eins og sjá má er mikill fjöldi húsbíla samankominn á gamla malarvellinum í Keflavík í tilefni Ljósanætur. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.