Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ljósanótt einstök í flóru bæjarhátíða
Föstudagur 15. september 2017 kl. 09:43

Ljósanótt einstök í flóru bæjarhátíða

Framkvæmd Ljósanætur í Reykjanesbæ gekk vel í ár og fjöldi gesta lagði leið sína til bæjarins til að njóta allra þeirra metnaðarfullu viðburða sem hér voru í boði, segir í fundargerð menningarráðs Reykjanesbæjar, sem fundið í gær.
 
Hátíðin heldur áfram að þróast í þá átt sem kalla mætti þátttökuhátíð og birtist helst í því að sífellt fleiri bæjarbúar setja upp sína eigin viðburði og bjóða öðrum að gleðjast með sér. 
 
Menningarráð þakkar öllum sem að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar komu og vill vekja athygli á að Ljósanótt er einstök í flóru bæjarhátíða með sína menningarlegu áherslu og um leið eitt af jákvæðustu verkefnum Reykjanesbæjar í augum bæjarbúa og annarra og á að fá að njóta þess.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024