Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósanótt: Annríki hjá lögreglu en allt gekk vel
Mánudagur 5. september 2011 kl. 06:51

Ljósanótt: Annríki hjá lögreglu en allt gekk vel

Mikill mannfjöldi var á Ljósanótt í Reykjanesbæ og var hápunkturinn laugardagakvöldið þegar metfjöldi mætti í miðbæinn.  Húsbílar og hjólhýsi fylltu öll tjaldsvæði, sem boðin voru uppá og eins stæði við Ægisgötuna við hátíðarsvæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Lögreglan var með mikinn viðbúnað alla helgina og voru um 40 lögreglumenn á vakt á laugardagskvöldinu þegar hátíðin stóð sem hæst.  Fjöldi björgunarsveitamann var við störf bæði á landi og sjó, auk Landhelgisgæslunnar.  Þá naut lögreglan á Suðurnesjum aðstoðar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.  Þá voru sjúkraflutningsmenn til taks á hátíðarsvæðinu.


Engin alvarleg mál komu til kasta lögreglu fyrir utan slys í leiktæki á hátíðarsvæðinu á laugardeginum, þar sem 9 ára gömul stúlka slasaðist alvarlega á handlegg eftir að hafa fest hana í tækinu.  Mikið annríki var hjá lögreglunni á laugardagskvöldinu en miðað við mannfjölda gekk allt vel fyrir sig.


Umferðin gekk hægt en greiðlega fyrir sig og lítið um umferðaróhöpp um helgina.