Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósanótt 2006 hefst í dag
Fimmtudagur 31. ágúst 2006 kl. 10:07

Ljósanótt 2006 hefst í dag

Ljósanótt 2006 verður formlega sett núna klukkan 11 með viðhöfn við Myllubakkaskóla.
Grunnskólabörn koma í skrúðgöngu frá skólum sínum og 2500 blöðrum verður sleppt til himins. Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, mun bjóða gesti velkomna og ‘Arni Sigfússon, bæjarstjóri síðan setja hátíðina sem stendur yfir fram á sunnudagskvöld.

Búist er við miklu fjölmenni um helgina ekki síst í ljósi þess hve veðurspáin er góð fyrri svæðið en búist er við þurri veðri, hægri norðaustanátt og hlýindum.

Í dag verður haldið Ljósanæturpúttmót Púttklúbbsins á púttvellinum við Mánagötu. Einnig verður opnuð sýning á listhönnun og handverki í Bíósalnum í Duushúsum, samsýning Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður opnuð í Svarta Pakkhúsinu, svo eitthvað sé nefnt en alla dagskrárliði má sjá í fylgiblaði Víkurfrétta í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024