Ljósanæturveðrið klikkar ekki: Léttir til síðdegis á morgun
Ljósanæturveðrið mun ekki klikka á ár, frekar en síðustu ár. Samkvæmt veðurspám þá verða skúrir í fyrramálið, en upp úr hádeginu þornar í veðri og léttir síðan til annað kvöld, þegar dagskrá Ljósanætur í Reykjanesbæ nær hámarki. Heldur er kólnandi veður.
Faxaflói
Sunnan 5-10 m/s og rigning í fyrstu, en síðan vestlægari og skúrir. Vestan og síðan norðvestan 8-13 á morgun og skúrir. Hægari norðlæg átt og fer að létta til. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðan 5-10 m/s, en hægari síðdegis. Bjartviðri vestantil á landinu, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast SV-lands, en sums staðar næturfrost.
Á mánudag:
Heldur vaxandi suðaustan átt með rigningu sunnan- og vestanlands. Hægari vindur og þurrt um landið suðaustanvert. Hiti 8 til 14 stig.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestanátt og skúrir, en léttskýjað með köflum austanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.