Ljósanæturveðrið er hér!

— Þurr laugardagur á Ljósanótt

Veðurhorfur fyrir laugardaginn á Ljósanótt eru þurrt veður frá hádegi, alskýjað og vindur upp á 7 m/s af suð-austri. Hitastigið er fínt, eða um 12 gráður.
 
Hægari vindur, 4 m/s, verður annað kvöld og þurrt fram undir flugeldasýningu, þegar gert er ráð fyrir lítilsháttar rigningu.
 
Síðdegis í dag og í kvöld, föstudag, verður 11-12 stiga hiti, skýjað og 4-5 m/s af suðvestri.