Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósanætursigling með Moby Dick
Föstudagur 6. september 2002 kl. 10:51

Ljósanætursigling með Moby Dick

Farþegaskipið Moby Dick lætur úr höfn á Ljósanótt. Farið verður í sérstaka hvalaskoðunarferð á tilboðsverði að morgni laugardagsins og um kvöldið í Ljóasnætursiglingu. Þá verða léttar veitingar í boði, harmonikkutónlist og dansað á dekkinu ef veður leyfir. Fyrsta ferðin verður farin kl. 10:00. Það er þriggja tíma hvala- og höfrungaskoðun á Garðsjó. Brottför verður frá Keflavíkurhöfn.Um kvöldið verður sérstök Ljósanætursigling. Lagt verður af stað frá sömu höfn kl. 21:30 og farið í rúmlega klukkustundarsiglingu: “Við munum skreyta skipið í tilefni dagsins og bjóða upp á léttar veitingar um borð með hátíðlegu sniði og vera með lifandi tónlist en Nikkurnar verða á sínum stað og fólk getur dansað við ljúfa harmonikkutóna fram eftir kvöldi. Fólk er hvatt til að mæta í betri fötum eða eftir því sem veður gefur tilefni til og ekki væri úr vegi að dansa á dekkinu. Það verður eflaust ógleymanlegt að upplifa steminguna frá þessu sjónarhorni þegar kveikt verður á ljósunum á Berginu, horft á flugeldasýninguna og fylgst með þegar víkingaskipið Íslendingur siglir inn í höfnina", segir Helga Ingimundardóttir sem er einn af eigendum Moby Dick.

Verð í kvöldsiglinguna verður kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 12 ára og yngri. Börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
“Okkur finnst alveg tilvalið að nota skipið í þessa kvöldferð þar sem margir hafa nú þegar
siglt með okkur að kvöldi til. Stemningin í þessum ferðum hefur verið alveg einstök. Skipið er eiginlega fljótandi samkomustaður sem hentar til ýmis konar mannamóta", segir Helga.
Nánari upplýsingar fást í síma 421-7777, 800-8777 eða 896 5598.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024