Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósanæturfánar prýða Reykjanesbæ
Fimmtudagur 19. ágúst 2004 kl. 12:09

Ljósanæturfánar prýða Reykjanesbæ

Fánar sem festir eru á ljósastaura í Reykjanesbæ hafa heldur betur sett svip sinn á bæinn en þeir eru til komnir vegna ljósanætur í Reykjanesbæ. Ljósanóttin fer fram 2.-5. September næstkomandi og er búist við því að mikill fjöldi fólks sæki þessa árlegu hátíð í Reykjanesbæ.

Steinþór Jónsson, formaður ljósanæturnefndar, sagði í samtali við Víkurfréttir að fánarnir væru u.þ.b. 100 talsins og væru á víð og dreif um Reykjanesbæ.

„Ef fyrirtæki hafa áhuga á því að fá nafn sitt á fánann er þeim bent á að tala við ljósanæturnefndina eða heimsækja vefinn á ljosanott.is ,“ sagði Steinþór.

VF-mynd: Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024