Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Fréttir

Ljósakeðja til og frá gosstöð
Fimmtudagur 1. apríl 2021 kl. 10:22

Ljósakeðja til og frá gosstöð

Þúsundir hafa lagt leið sína að eldstöðinni í Geldingadölum frá því gosið hófst. Fólk er líka að fara að eldgosinu á öllum tímum sólarhrings, margir vilja sjá gosið í myrkri en þeirri upplifun er lýst sem ævintýralegri. Myndina hér að ofan tók Jón Steinar Sæmundsson síðastliðið föstudagskvöld en þá var nær órofin ljósakeðja frá Suðurstrandarvegi og upp í Geldingadali. Annars vegar er það ljósakeðja bíla og svo mannlega ljósakeðjan. Sigurður Stefánsson tók svo neðri myndina nærri gosstöðinni.

Eitthvað á þriðja tug þúsunda hafa komið að gosstöðinni frá því eldgosið hófst en að meðtali hafa rúmlega 3 þúsund manns farið í Geldingdali á hverjum degi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn