Ljósahús og jólagluggi valin
Jólaljósanjósanefnd Reykjanesbæjar er á yfirleið í dag og kvöld þar sem hún velur Ljósahús Reykjanesbæjar 2008 en það verður tilkynnt síðar í vikunni í formlegri afhendingu.
Samhliða vali á ljósahúsi verður valinn Jólagluggi verslana.
Bæjarbúar hafa greinilega skreytt fyrr en áður og hafa ekki látið sitt eftir liggja í jólaskreytingum í ár þrátt fyrir kreppu.
Jólagluggi verslana Gallerí Keflavíkur og Persónu verða án efa í toppbaráttunni yfr fallegustu jólagluggana 2008.
Jólatréð við Baldursgarð 12 er eitt glæsilegasta tréð í bænum.
Húsið að Týsvöllum 1 í Reykjanesbæ hefur oftast verið valið Ljósahús Reykjanesbæjar.