Ljósadýrðin of mikil á bílnum miðað við aðstæður
Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi í gær. Mældur hraði 123 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn og einn var kærður fyrir að vera með þokuljós kveikt án þess að skilyrði til notkunar á slíkum ljósum væri ekki til staðar.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir á næturvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík grunaðir um ölvun við akstur. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka réttindalaus.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir á næturvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík grunaðir um ölvun við akstur. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka réttindalaus.