Ljósaböð hætta á HSS
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur ákveðið að leggja niður starfsemi ljósameðferðar í rými sjúkraþjálfunar á stofnuninni vegna þess að innan svæðisins eða í Lækningalind Bláa Lónsins, er í boði betri meðferð sem er greidd af sjúkratryggingum. Starfsemin á HSS verður út maímánuð en ekki verður tekið á móti nýjum umsóknum.
Sjúklingar þurfa einungis að afhenda vottorð frá húðlækni til að fá þjónustu hjá Lækningalind Bláa lónsins.