Ljóðasamkeppnin Dagstjarnan
Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Garði hefur um árabil efnt til ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna. Keppnin ber nafn eins af fallegu blómunum sem uxu í litla garðinum við húsið hennar Unu í Sjólyst. Markmið stjórnar félagsins er að aftur verði fallegur lítill garður við Sjólyst í fyllingu tímans.
Eins og fyrr segir var ljóðasamkeppnin aðeins meðal barna en nú er ætlunin að bæta við flokki fyrir sextán ára og eldri.
Allir sem gaman hafa af ljóðagerð eru hvattir til að taka þátt.
Vorið er þema ljóðanna
Dómnefnd mun fara yfir ljóðin og velja þau bestu. Þau verða verðlaunuð þegar sóttvarnarreglur leyfa að Sjólyst verði opnuð.
Vinsamlegast sendið ljóðin á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, 250 Garði fyrir 1. maí næstkomandi merkt Dagstjarnan. Nafn höfundar og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi.
Stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst.