Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ljóðasamkeppni Unu í Sjólyst haldin í annað sinn á Suðurnesjum
Fimmtudagur 13. október 2016 kl. 09:00

Ljóðasamkeppni Unu í Sjólyst haldin í annað sinn á Suðurnesjum

— Dagstjarnan 2016

Hollvinir Unu í Sjólyst efna til ljóðasamkeppni í annað sinn á Suðurnesjum. Keppt er í þremur flokkum. Grunnskólabörn á aldrinum 6-9 ára – 10-13 ára – 14-16 ára. Þemað þetta árið er gömul hús á Suðurnesjum. Öll gömul hús, kirkjur og vitar.

Dómnefnd mun velja sigurljóðin. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir besta ljóðið í öllum flokkum en auk þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenningu.

Ljóðin skal merkja með dulnefni og aldri höfundar og senda í lokuðu umslagi, merkt Dagstjarnan 2016, á bæjarskrifstofu Garðs, heimilsfangið Sunnubraut 4, 250 Garður. Nafn höfundar, heimili, sími og aldur skal fylgja með í öðru lokuðu umslagi merkt sama dulnefni. Skilafrestur rennur út 15. nóvember.

Vinningsljóðin verða tilkynnt á aðalfundi hollvina 19. nóvember 2016. Þar mun einnig fara fram skemmtun til minningar um Unu Guðmundsdóttur.

Vinningshafar lesa upp ljóðin sín. Öll innsend ljóð verða geymd í Unuhúsi undir dulnefni, nema höfundur óski annars.

Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Magnússon – [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024