Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Liverpool lenti á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 4. ágúst 2004 kl. 12:28

Liverpool lenti á Keflavíkurflugvelli

Knattspyrnustórveldið Liverpool millilenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 11:00 í morgun og yfirgáfu þeir Ísland um hádegisbilið í dag. Einkaflugvél þeirra var að koma frá Bandaríkjunum en þar voru þeir að ljúka keppnisferð sinni í Champions World æfingamótinu. Koma liðsins vakti mikla forvitni á meðal þeirra sem staddir voru í flugstöðinni.

Ungir krakkar hlupu til og klæddu sig í Liverpool búninga og vonuðust til að fá að berja goðin sín augum. Það olli líka miklum vonbrigðum þegar það varð ljóst að leikmenn Liverpool liðsins sátu sem fastast í flugvélinni á meðan hún var fyllt eldsneyti.

Millilendingar heimsþekktra einstaklinga er daglegt brauð á Keflavíkurflugvelli en þó er það ekki alltaf vitað fyrr en þau hafa yfirgefið landið.

 

VF-myndin: Mikill hópur fólks safnaðist að gluggum flugstöðvarinnar í von um að berja goð sín augum VF/Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024