Litskrúðugur vatnstankur
Jólaljósunum fjölgar hratt þessa dagana. Vatnstankur við Reykjanesbraut ofan Njarðvíkur hefur verið lýstur upp með marglitum ljósum og er án efa flottasti og litskrúðugasti vatnstankurinn í Reykjanesbæ.
Ljósin sem lýsa upp tankinn minna mjög á ljósaskreytingar við orkuver HS Orku í Svartsengi, sem hefur verið lýst á sama hátt undanfarin jól.
VF-mynd: Hilmar Bragi