Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Litlar tafir á Reykjanesbraut vegna malbiksskorts
Miðvikudagur 25. júlí 2007 kl. 09:56

Litlar tafir á Reykjanesbraut vegna malbiksskorts

Malbik er af skornum skammti á Íslandi þessa dagana. Skip sem átti að flytja malbik til landsins fyrr í mánuðinum kemur ekki og ekki er von á sendingu fyrr en um mánaðamót. Ásmundur Magnússon tæknilegur framkvæmdastjóri Jarðvéla, sem sjá um framkvæmdir á Reykjanesbraut, segir að tafir verði litlar vegna skortsins. Þeir hafa ákveðið að fresta því að malbika ca. þriggja kílómetra kafla frá Gamla enda að Vogum fram yfir verslunarmannahelgi. Kaflinn fyrir neðan það verður malbikaður á næstu dögum samvkæmt áætlun. En það er einungis vegna liðlegheita Jarðvéla sem þeir frestuðu þessum kafla, því Höfði, fyrirtækið sem malbikar fyrir Jarðvélar, var búið að taka frá nægt malbik fyrir þessar framkvæmdir. Þeir ákváðu þó að leyfa fyrirtækjum sem ekkert malbik áttu eftir fá þennan skammt svo þau verði ekki verkefnalaus þar til sendingin kemur.

 

Ásmundur segir að verkið gangi nokkuð vel og sé á áætlun nú þegar eitt ár er í að framkvæmdum eigi að ljúka. Auðvitað komi ýmislegt uppá í svo stórum verkefnum en fyrirtækið gaf sér góðan tíma til að klára verkið og því muni áætlunin að öllum líkindum standast.


[email protected]

Mynd: Framkvæmdir við Reykjanesbraut. Úr myndasafni Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024