Litlar tafir á flugi
				
				
Flug á Keflavíkurflugvelli hefur nokkurn veginn gengið samkvæmt áætlun í morgun samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Þó varð klukkutíma seinkun á flugi Flugleiða til Frankfurt og London vegna afýsingar vélanna. Veðrið á Suðurnesjum hefur gengið niður og töluvert af snjó hefur safnast fyrir á götum. Verið er að ryðja brautir á Keflavíkurflugvelli og gengur það vel. Einnig er verið að ryðja götur í Reykjanesbæ.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				