Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Litlar skemmdir vegna óveðurs á föstudagskvöldi - hvalir á land
Hvalur í vandræðum og komin upp í flæðarmálið við Gerðabryggju. Ljósmynd/Guðlaugur J. Snorrason.
Laugardagur 2. september 2023 kl. 10:52

Litlar skemmdir vegna óveðurs á föstudagskvöldi - hvalir á land

Óveðrið sem spáð hafði verið kom með nokkrum látum og hafði áhrif á dagskrá Ljósanætur á föstudagskvöld en tónlistarviðburðir og kjötsúpa voru fluttir inn og heppnuðust vel þó eflaust hafi gestir verið eitthvað færri en áður.

Heimatónleikar voru nokkrir á sínum stað en einhverjir fluttir á aðra staði, eins og í Frumleikhúsið og Tónleikarnir Í holtunum heima voru fluttir í Stapa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgunarsveitarfólk var kallað út en sjó lagði yfir Keflavíkurhöfn og fór yfir bakka. Vandræði voru í tívolítækjum við Duus svæðið en svo virðist sem allt hafi gengið án teljandi skemmda og vandræða.

Svo virðist sem hvalir hafi lent í vandræðum og sást til tveggja smáhvela í öldurótinu við Keflavíkurbjarg og einn var kominn í flæðarmálið við bryggjuna í Garði. 

Myndirnar hér að neðan komu frá Sigurvon í Sandgerði.