Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Litlar líkur á að Wilson Muuga verði bjargað
Miðvikudagur 20. desember 2006 kl. 12:51

Litlar líkur á að Wilson Muuga verði bjargað

Litlar líkur eru á því að hægt verði að bjarga flutningaskipinu Wilson Muga á strandstað nærri Sangerði.

Að sögn Gunnars Stefánssonar hjá landsbjörgu hafa björgunarsveitarmenn staðið vakt á svæðinu í nótt og í dag eru um 15 menn á svæðinu. Gunnar segir að það stórsjái á botni skipsins eftir að hafa lamist til í óveðrinu undanfarin sólarhring. Talsverður leki komi í skipið, í lestar og víðar. Slæm veðurspá er yfirvofandi og því ljóst að erfitt verður að koma fyrir búnaði til að dæla sjó úr skipinu.

Til stendur að senda þyrlu yfir svæðið í hádeginu til að skoða aðstæður úr lofti. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvað gera skuli - og þá sérstaklega hvort hægt verði að senda menn um borð til að kanna aðstæður þar, t.d. hvernig og hvort hægt verði að dæla úr skipinu þegar veður leyfir.


Búið er að leggja veg að strandstað þannig að allt er klárt en um 400 metrar eru frá fjörukambi að skipinu. Gunnar Stefánsson segir að líklegt sé að nýtt Víkartindsmál sé í uppsiglingu.

 

VF-mynd/ Ellert Grétarsson - Frá strandstað í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024