Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Litlar einingar í hverju sveitarfélagi virðast góður kostur
Mánudagur 5. nóvember 2012 kl. 01:44

Litlar einingar í hverju sveitarfélagi virðast góður kostur

Rýnihópur um málefni aldraðra og fatlaðs fólks í Garði hefur átt nokkra fundi þar sem farið hefur verið yfir stöðu mála. Farið var yfir stöðu aldraðra í Garðinum og hvernig rýnihópurinn vill sjá framtíð Garðvangs.
„Við viljum halda Garðvangi, en hvernig starfsemin þar ætti að vera þarf að athuga mjög vandlega. Garðvangur er mikilvægur vinnustaður í Garðinum og þaðan kemur þjónusta við aldraða m.a. varðandi  heimsendan mat,“ segir í fundargerð hópsins.

Vinna þarf áfram í samstarfi við önnur sveitarfélög um uppbyggingu þjónustu við aldraða á Suðurnesjum, segir rýnihópurinn.

„Litlar einingar í hverju sveitarfélagi virðast okkur góður kostur,“ segir jafnframt í fundargerð rýnihópsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024