Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Litlar breytingar á starfsemi HSS eftir afléttingu samkomubanns
Miðvikudagur 6. maí 2020 kl. 15:29

Litlar breytingar á starfsemi HSS eftir afléttingu samkomubanns

Litlar breytingar verða á starfsemi HSS fyrst um sinn þrátt fyrir að samkomubanni hafi verið aflétt vegna Covid-19. Áfram verður heimsóknarbann á legudeildum HSS fyrir utan vægar tilslakanir í Víðihlíð. og áfram verður forgangsraðað í tíma á heilsugæslunni. Þetta kemur fram á Facebook síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Hjúkrunarmóttaka, sykursýkismóttakan og geðteymin hafa opnað að einhverju leyti fyrir aðkallandi erindi. Upplýsingar og símatímabókanir eru í síma 422-0500.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á læknavaktinni verður bókað í tíma fyrirfram í stað þess að skjólstæðingar mæti og bíði eftir lausum tíma. Tímar eru virka daga frá 15.30 til 20 og er tekið á móti bókunum samdægurs, í síma 422-0500, frá kl. 8.00.

Dregið verður úr hlífðargrímunotkun í biðstofum HSS og einungis þeir skjólstæðingar sem eru með öndunarfæraeinkenni fá hlífðargrímur.

Ungbarnavernd fer að mestu leyti í fyrra horf en áfram er aðeins gert ráð fyrir að eitt foreldri komi með barni í skoðun.
Þjónusta í mæðravernd og á ljósmæðravakt verður með svipuðu sniði.

Sýnatökur vegna COVID-19 verða þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Hægt er að bóka símatíma í ráðgjöf þessa daga á heilsuvera.is eða í síma 422-0500.