Litla prinsessan varð fyrst í heiminn
Lítil prinsessa er fyrsta barn ársins 2001 á Suðurnesjum. Hún er dóttir Þorbjargar Maríu Ómarsdóttir, sem er úr Reykjavík og Baldvins Kristjánssonar, Njarðvíkings.
Litla stúlkan kom í heiminn kl. 14:19 þriðjudaginn 2. janúar. Hún var 3565 gr. við fæðingu og 53 cm. Að sögn móðurinnar tók fæðingin langan tíma en gekk að öðru leyti mjög vel. Þetta er fyrsta barn foreldranna.
Þorbjörg og Baldvin eru búsett í Reykjavík en þau segjast hafa ákveðið að eiga barnið á fæðingardeildinni í Keflavík þar sem þau hefðu heyrt vel af henni látið. „Ég bar deildina saman við fæðingardeildir í Reykjavík, áður en ég ákvað að eiga hér og fékk strax góða tilfinningu fyrir staðnum. Starfsfólkið hérna er yndislegt og umhverfið mjög rólegt og þægilegt“, segir hin nýbakaða móðir.
Litla stúlkan kom í heiminn kl. 14:19 þriðjudaginn 2. janúar. Hún var 3565 gr. við fæðingu og 53 cm. Að sögn móðurinnar tók fæðingin langan tíma en gekk að öðru leyti mjög vel. Þetta er fyrsta barn foreldranna.
Þorbjörg og Baldvin eru búsett í Reykjavík en þau segjast hafa ákveðið að eiga barnið á fæðingardeildinni í Keflavík þar sem þau hefðu heyrt vel af henni látið. „Ég bar deildina saman við fæðingardeildir í Reykjavík, áður en ég ákvað að eiga hér og fékk strax góða tilfinningu fyrir staðnum. Starfsfólkið hérna er yndislegt og umhverfið mjög rólegt og þægilegt“, segir hin nýbakaða móðir.