„Litla“ ljósanótt farið vel fram
Dagskrá Ljósanætur 2002 í Reykjanesbæ fer vel af stað og engin vandræði hafa skapast. Lögreglumenn hafa verið áberandi í miðbæ Keflavíkur í völd og að sögn Sveinbjörns Ægis Ágústssonar, varðstjóra, hafði hann ekkert heyrt frá sínum mönnum í kvöld annað en það að allf færi vel fram.Í kvöld fór fram nokkurs konar „litla“ ljósanótt, tónlistardagskrá á sviði við Hafnargötuna. Nokkur fjöldi fólks á öllum aldri mætti á svæðið til að fylgjast með því sem þar fór fram. Ungt fólk var þó í miklum meirihluta. Þá voru margir á ferðinni á milli myndlistarsýninga, sem hafa verið að opna á nær klukkustundarfresti í allan dag. Þá eru ótaldar sýningar á málverkum í fjölmörgum verslunargluggum við Hafnargötuna.
Meðfylgjandi mynd var tekin í stemmningunni framan við Hafnargötusviðið í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Meðfylgjandi mynd var tekin í stemmningunni framan við Hafnargötusviðið í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson