Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Litla grá og Litla hvít á Keflavíkurflugvelli - sjáið myndirnar!
Boeing 747 frá Cargolux nýlent á Keflavíkurflugvelli með Litlu grá og Litlu hvít. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 19:44

Litla grá og Litla hvít á Keflavíkurflugvelli - sjáið myndirnar!

Mjaldrar, sem nefnast Litla grá og Litla hvít, komu með flugi Cargolux til Keflavíkurflugvallar í dag. Þær lentu þar eftir langt ferðalag frá dýragarðinum Shang Feng Ocean World í Shanghai í Kína.

Frá Keflavíkurflugvelli voru þær fluttar landleiðina í Landeyjahöfn og þaðan með Herjólfi til Vestmannaeyja þar sem framtíðarheimili þeirra verður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra.

Á myndunum má sjá flutningavélina, Boeing 747, koma til Keflavíkurflugvallar í dag.