Fréttir

Lítilsháttar sprengivirkni í gosinu
Horft til gosstöðvanna á þriðja tímanum eftir hádegi í dag. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 8. febrúar 2024 kl. 14:38

Lítilsháttar sprengivirkni í gosinu

Dregið hefur úr krafti gossins. Nú gýs aðallega á þremur stöðum á gossprungunni sem opnaðist í morgun. Þetta er ekki ólíkt því sem sást í gosinu 18. desember, þegar virknin færðist á staka gíga nokkrum klukkustundum eftir að gos hefst. Þetta segir í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Athygli vekur að dökkur mökkur stígur upp frá sprungunni á einum stað. Þar er líklegt að kvika sé að komast í snertingu við grunnvatn. Úr verður þá lítilsháttar sprengivirkni þar sem hvítur gufumökkur blandast við dökkan öskumökk.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Svo virðist sem askan sé ekki að ná langt frá gossprungunni eins og staðan er núna. Mökkurinn berst í suðvestur.