Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lítill sjómaður fæddist í heimahúsi í Grindavík
Sunnudagur 2. júní 2002 kl. 21:12

Lítill sjómaður fæddist í heimahúsi í Grindavík

Þeir hafa heldur betur verið iðnir við kolann nýburarnir í Grindavík að flýta sér í heiminn. Þessu hafa sjúkraflutningsmenn í Grindavík kynnst að undanförnu, en fyrir stuttu fæddist barn í sjúkrabílnum frá Grindvík á Reykjanesbrautinni á leið á sjúkrahús. Í dag fæddist svo nýburi, lítill sjómaður á sjómannadaginn, í heimahúsi í Grindavík. Fæðingin gekk vel og móður og barni heilsast mjög vel, en eftir fæðinguna voru þau flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Eins og áður sagði er það ekki nýtt fyrirbæri að nýburar fæðist á stuttum tíma, en 15. apríl á þessu ári fæddist lítll drengur á leiðinni á sjúkrahúsið. Meðfylgjandi mynd var þá tekin af sjúkraflutningamönnunum úr Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024