Lítill áhugi á fjölskyldustefnu í Garði?
Garðbúar virðast áhugalausir um fjölskyldustefnu, sem unnið er að í Garðinum. Könnun vegna þeirra málaflokka sem tengjast fjölskyldustefnunni var send inn á öll heimili í byggðarlaginu nú í febrúar og ítrekunarbréf borið út um tíu dögum síðar, þar sem fólk var hvatt til að skila svörum í könnuninni í sérstakan söfnunarkassa í verslun Samkaupa Strax í Garði.
Úr kassanum skiluðu sér 38 könnunarseðlar sem er 8,3 % af þeim sem sendir voru út. Könnunarseðlar voru flokkaðir og byrjað að skrá niðurstöður. Unnið verður með þá frekar á næsta fundi, sem haldinn verður á fimmtudaginn.