Lítil Vogamær jólabarn Suðurnesja
Lítil 3230 gramma og 48 sentimetra Vogamær fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á annan í jólum, 26. desember kl. 04:54. Foreldrarnir jólabarnsins eru Jónína Klemensdóttir og Guðmundur Hauksson.Móðirin var að vonum mjög ánægð með litlu stúlkuna sína sem var sú fimmta í röðinni og sagði í samtali við Víkurfréttir að fæðingin hefði gengið eins og í sögu. Aðspurð að því hvernig væri að dvelja á fæðingadeildinni yfir jólin sagði Jónína að það hefði verið ágætt enda fékk hún mikið af heimsóknum frá ættingjum.