Lítil virkni í eldgosinu
Virkni í eldstöðvunum norðan við byggðina í Grindavík er lítil nú í morgunsárið. Í gær gaus á um 900 metra langri sprungu en nú er minniháttar virkni í tveimur eða þremur gígum.
Syðri sprungan, sem opnaðist í hádeginu í gær við efstu húsinu í bænum, virðist hætt að gjósa. Hraunið sem rann úr henni eyddi þremur húsum.
Myndirnar tók Ísak Finnbogason, ljósmyndari Víkurfrétta, yfir Grindavík í gær.
Hér má sjá hraunrennslið í og við Grindavík síðdegis í gær.