Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lítil sala á sérbýlum
Þriðjudagur 7. apríl 2009 kl. 08:20

Lítil sala á sérbýlum


Alls var 29 fasteignakaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í mars síðastliðnum. Þar af voru 22 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 853 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,4 milljónir króna.
Til samanburðar var 39 samningum þinglýst í sama mánuði fyrir ári. Þá var veltan 794 milljónir króna. Segja má að fjöldi samninga um fjölbýli sé á svipaður en fækkar verulega um sérbýlin, voru tveir nú en 11 árið áður í sama mánuði.

Séu önnur svæði höfð til hliðsjónar þá er ekki vænlegt lifibrauð að vera fasteignasali á Akranesi um þessar mundir. Þar var einungis einum kaupsamningi þinglýst allan marsmánuðinn. Fimmtán kaupsamningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu og 20 á Akureyri.  Þetta kemur fram í yfirliti frá Fasteignaskrá Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024