Lítil flugvél í vanda
 Þyrla Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórnar voru kallaðar út í gærkvöld til að fljúga á móti lítilli einshreyfils flugvél sem var í vandræðum vestur af Keflavík. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórnar voru kallaðar út í gærkvöld til að fljúga á móti lítilli einshreyfils flugvél sem var í vandræðum vestur af Keflavík. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins í dag. Fram kemur á vefsíðu Flugmálastjórnar að flugmaður vélarinnar óskaði eftir aðstoð vegna bilunar í eldsneytisdælu. Vélin var þá um 80 sjómílur vestur af Keflavík á leið sinni til Reykjavíkur frá Nassarsuak á Grænlandi.
Flugvél Flugmálastjórnar mætti vélinni skammt frá Keflavík og var henni lent heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				