Lítil breyting í nótt
Jarðhræringar héldu áfram í nótt en þó fór minna fyrir þeim, alls mældust 750 skjálftar, sá stærsti 3,3 en flestir undir 2.
Það hefur ekki orðið breyting á dýpi skjálftanna, þeir eru áfram á u.þ.b. eins kílómetra dýpi.
Það sást í reyk við eldra hraun við Geldingadal í nótt en litlar líkur á að kvika sé að koma þar upp, þetta var gas að koma upp úr hreitu hrauni.