Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lítið tjón í óveðri á Suðurnesjum
Fimmtudagur 28. apríl 2011 kl. 13:40

Lítið tjón í óveðri á Suðurnesjum


Lítið tjón hefur orðið í óveðrinu á Suðurnesjum í morgun. Veðurhæð náði hámarki nú í hádeginu. Hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum fengust þær upplýsingar að helst hafi rusl verið að fjúka frá byggingasvæðum.
Timbur fauk í Höfnum og brotnaði rúða í íbúðarhúsi. Járn losnaði á skúr á byggingasvæði í Innri Njarðvík en annars var tíðindalaust Reykjanesbæ.

Búist var við sterkum vindi í Grindavík. Þar hefur ekkert tjón orðið. Fiskikör fóru af stað á hafnarsvæðinu og stórir hjólbarðar voru settir upp á húsþak til að varna því að það fyki í veðrinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Lögregla brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega á Reykjanesbrautinni, þar eru sterkir hliðarvindar sem gætu reynst hættulegir.