Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Lítið rennsli en ákaflega stöðugt
Eldgos í Geldingadölum sl. laugardagskvöld. VF-mynd: HRÓS
Þriðjudagur 30. mars 2021 kl. 11:33

Lítið rennsli en ákaflega stöðugt

Hraunrennslið í gosinu í Geldingadölum er lítið í samanburði við flest önnur gos, en ákaflega stöðugt. Þetta kemur fram í greiningu á gosinu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Rennslið er um einn þriðji þess sem kom að meðaltali kom upp fyrstu tíu dagana á Fimmvörðuhálsi vorið 2010, sem var þó lítið gos. Þá er rennslið í Geldingadölum aðeins 2% af því sem var í Holuhrauni fyrstu vikur gossins. Rennslið er svipað og var að meðaltali í Surtsey eftir að hraungos hófst þar í apríl 1964 til gosloka í júní 1967.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ekki er hægt að segja um nú hve lengi gosið muni standa, en þróun hraunrennslis með tíma mun gefa vísbendingar þegar fram í sækir.