Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lítið meiddur eftir vinnuslys í Sandgerði
Sunnudagur 1. maí 2005 kl. 10:10

Lítið meiddur eftir vinnuslys í Sandgerði

Í gærmorgun barst lögreglu útkall frá Sandgerðishöfn þar sem skipverji á erlendu skipi sem lá við höfnina hafði slasast. Hafði hann orðið milli lyftara og farms í lest. Skipverjinn var fluttur á HSS til aðhlynningar, en meiðsli hans reyndust minniháttar og fékk hann því að fara að lokinni skoðun.

Tvö ölvunarútköll bárust í gærmorgun og ein líkamsárás var tilkynnt. Þar hafði ölvaður maður sem var í bíl á Duus-götu slegið til bílstjórans. Meiðslin reyndust óveruleg.

Á dagvaktinni varð eitt minniháttar umferðaróhapp og einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að tala í síma við akstur án handfrjáls búnaðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024