Lítið meiddur eftir bílveltu á Miðnesheiði
Karlmaður slapp lítið meiddur er hann missti stjórn á bifreið sinni og ók útaf á leiðinni til Sandgerðis í morgun.
Bifreiðin fór yfir gagnstæða akrein og fór útaf þar sem hún valt og er talin gjörónýt eftir. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp hins vegar án teljandi áverka en var fluttur á HSS til skoðunar.
VF-myndir/Þorgils: Bifreiðin dregin af slysstað
Bifreiðin fór yfir gagnstæða akrein og fór útaf þar sem hún valt og er talin gjörónýt eftir. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp hins vegar án teljandi áverka en var fluttur á HSS til skoðunar.
VF-myndir/Þorgils: Bifreiðin dregin af slysstað