Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lítið meidd eftir harðan árekstur
Föstudagur 16. desember 2005 kl. 08:59

Lítið meidd eftir harðan árekstur

Rétt fyrir kl. 8 í gærmorgun varð árekstur milli tveggja bifreiða á Reykjanesbraut við Seylubraut.  Lögregla og sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja fóru á vettvang.  Báðar voru á austurleið eftir Reykjanesbraut en annar ökumaðurinn hafði stöðvað bifreið sína til að beygja til vinstri inn á Seylubraut. Hinni bifreiðinni var ekið aftan á hana. Báðar bifreiðarnar óökuhæfar eftir áreksturinn og fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.  Ökumaður og farþegar í annarri bifreiðinni voru fluttir á HSS til skoðunar. Meiðsl voru minniháttar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024