Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 13. júlí 2001 kl. 10:07

Lítið af botnfiski

Aðeins 370 tonn af botnfiski barst á land í Grindavík í síðustu viku. Aftur á móti var 1660 tonnum af kolmunna landað og 2300 tonnum af loðnu. Þá landaði Gnúpur 16100 kössum af úthafskarfa í vikunni. Hrafn Sveinbjarnarson kom fyrir helgina og var landað úr honum fyrr í vikunni.
„Flutningaskipið Trinket lestaði 1200 tonn af loðnumjöli á föstudag og von er á skipi um miðja næstu viku til að taka lýsi. Búast má við að næstu vikur verði rólegar við höfnina þar sem allmargir bátar taka frí núna eftir miðjan mánuðinn og byrja ekki aftur fyrr en eftir verslunarmannahelgi“, segir Sverrir Vilbergsson, hafnarstjóri í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024